Óþægindi við samfarir?

Spurning:
Nú um þó nokkurn tíma hef ég fundið fyrir vægum kviðverkjum og óþægindum við samfarir. Ég hef farið til kvensjúkdómalæknis sem ómskoðaði mig og sagði að ég væri með blöðru sem hefði sprungið og vökvinn úr henni væri núna að þrýsta á legið. Hann sagði að þetta væri ekkert mál og myndi lagast af sjálfu sér. Mér finnst hins vegar lítið hafa breyst og finn ennþá fyrir tiltölulega miklum óþægindum við samfarir sem lýsa sér þannig að það sé eins og það sé verið að ýta á eitthvað. Þrýstingur þar sem á ekki að vera þrýstingur. Þetta er farið að verka hamlandi á mig og finn ég til lítillar löngunar til að stunda samfarir vegna óþægindanna. Ég vildi gjarnan fá að vita hvort þetta sé eins lítið mál og mér var sagt og hvort þetta eigi eftir að lagast af sjálfu sér eða hvort ég eigi að hafa áhyggjur af þessu. Einnig hvort ég geti gert eitthvað til að minnka óþægindin.

Svar:
Ágæti fyrirspyrjandi.

Þú ættir að leita þíns læknis aftur og biðja um endurmat þar sem fyrra ráð hafi ekki gengið upp. Það gætu verið fleiri atriði sem hann þyrfti að gæta að. Þar sem sá læknir þekkir þig er líklegast að hann vitri hvert sé næsta skref, en þetta á alls ekki að vera svona. E.t.v. gæti þurft að kviðspegla þig til að gæta að ef þú ert ekki orðin betri þegar.

Kveðja

Arnar Hauksson dr med