Spurning:
Komiði blessuð og sæl.
Mig langar að spyrjast fyrir um mataræði
föður míns sem nú á dögunum fékk vægt hjartaáfall. Hann er með of háan blóðsykur og ég var að lesa blað hjá honum í
sambandi við mataræðið. Ég tek það fram að þetta átti
aðeins við um sykursjúka.
Hann er ekki með mjög háa blóðfitu. Hvað á hann eiginlega að borða? Mér fannst ósköp fátt
sem hann mátti borða ótakmarkað. Af hverju þarf hann
að borða í hófi mat eins og ab-mjólk, undanrennu, skyr, kartöflur pasta, cheerios og margt fleira
sem mér fannst ekki vera sætur matur? Hvað telst
hóflegt? Má hann borða á hverjum degi eitthvað af þessum mat sem
ég var að nefna?
Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna.
Svar:
Sæl.
Ráðleggingar til einstaklinga með
sykursýki hafa breyst mikið á síðustu áratugum,
úr því að vera hálfgert svelti yfir í kolvetnasvelti og nú yfir
í það að vera
mjög líkt því fæði sem talið er æskilegast fyrir fullfríska
einstaklinga. Fjöldinn allur af
rannsóknum hefur leitt til þessara breytinga þar
sem markmiðið er að halda blóðsykri sjúklinga stöðugum með
réttu mataræði
til að koma í veg fyrir algenga fylgikvilla sykursýki, þ.e.
hjarta- og æðasjúkdóma og nýrnabilun. Sykursýki birtist í tveimur gerðum,
sykursýkiaf gerð
1 og 2. Sykursýki af gerð 1 er insúlínháð
sykursýki, þar sem
einstaklingar framleiða ekki
insúlín og geta því ekki stjórnað blóðsykri nema
með insúlíngjöf. Þessi gerð af sykursýki kemur yfirleitt fram
fyrir 30ára aldur.
Sykursýki af gerð 2 er nefnd fullorðinssykursýki eða insúlínóháð sykursýki,
en þar hefur einstaklingurinn næga framleiðslu á insúlíni en
frumur líkamans eru ónæmar
fyrir insúlíninu og skapast því svipað ástand ogvið
sykursýki af gerð 1. Í megindráttum er fæði fyrir báðar
tegundir svipað þó
áherslur geti verið aðeins mismunandi eftir því á hvaða stigi
sykursýkin er. Í
sykursýki af gerð 1 þurfa matmálstímar og hreyfing að vera í
samræmi við
insúlíngjöf.
Megináherslurnar varðandi mataræði
einstaklinga með sykursýki eru annars eftirfarandi.
Eins og áður sagði eru ráðleggingar fyrir þá svipaðar þeim
ráðleggingum sem gefnar eru
heilbrigðum einstaklingum, þannig að fæði einstaklinga
með sykursýki ætti ekki að vera frábrugðið fæði annarra í
fjölskyldunni. Það að halda
kjörþyngd eða komast niður í kjörþyngd er mikilvægt.
Jafnvel mjög lítið þyngdartap (ef viðkomandi er yfir kjörþyngd)
getur bætt blóðsykurstjórnun
til muna. Í þessu sambandi er ágætt að hafa íhuga
að fita gefur mikla orku og þar af leiðandi æskilegt að draga úr
fituneyslu og þar með
orkuinntöku. Hreyfing er gífurlega mikilvæg fyrir sykursjúka
eins og aðra og ráðleggingin er sú að stunda hæfilega erfiða
líkamsrækt í 20-30 mín. flesta
daga. Vegna aukinnar hættu á hjarta- og æðasjúkdómum
ættu einstaklingar með sykursýki að takmarka neyslu á
mettaðri fitu (fitu sem er hörð
við stofuhita) og transómettaðri fitu (t.d.úr
nokkrum tegundum smjörlíkis) þar sem þessi fita hefur sýnt sig
auka kólesteról í
blóðinu sem aftur er einn af aðaláhættuþáttum hjarta- og
æðasjúkdóma. Kolvetni ættu
að gefa 45-60% orkunnar en forðast eða nota í hófi
kolvetni sem hækka blóðsykur hratt, svo sem hvítan sykur,
ávaxtasykurog
mjólkursykur. Trefjaríkt fæði hjálpar til við
blóðsykurstjórnun. Gróft korn
og grænmeti veita okkur mikið af trefjum og valda heldur ekki
stórumsveiflum í
blóðsykri. Fituinnihald í fæði ætti að vera í samræmi við
manneldismarkmið, þ.e. 25-35%
orkunnar. Andoxunarefni sem við fáum meðal annars
úr grænmeti og ávöxtum vernda gegn hjarta- og æðasjúkdómum og
eru þvímjög
mikilvæg fyrir einstaklinga með sykursýki. (Eur J Clin Nutr
2000;54:353-355)
Hér á eftir eru praktískar ráðleggingar
varðandi fæðuval einstaklinga meðsykursýki
(og flestar ráðleggingarnar eiga við um fullfríska einstaklinga
einnig).
Helstu vörur á bannlista fyrir sykursjúka
(vörur sem hækka blóðsykur mjög mikið)
eru sykur, púðursykur, molasykur, flórsykur, hunang, sætar og
feitarkökur/kex og
tertur, seytt rúgbrauð, ávaxtasúpur og ávaxtagrautar,
súkkulaði, brjóstsykur, ís,
búðingar og fleira sem er mjög sykursætt.
Takmarka ætti mjólkurdrykkju við 1-2 glös
á dag (1/2-1 1/2 dl í einu) oghreinan
ávaxtasafa einnig við 1-2 glös á dag, þar sem þessir drykkir
valda mikilli
blóðsykurhækkun í einstaklingum með sykursýki. Mjólkin ætti
að vera fitulítil,
þ.e. undanrenna, fjörmjólk eða léttmjólk í stað nýmjólkur.
Ekki er ráðlegt
að drekka bæði mjólk og ávaxtasafa í sömu máltíð.
Ekki er æskilegt að borða oft unnar
kjötvörur svo sem bjúgu, pylsur eða fars.
Borða má flestar tegundir af brauði en ekki er æskilegt að borða
Seytt rúgbrauð.
Gott er að borða 1-2 ávexti á dag. Þurrkaðir ávextir (rúsínur,
sveskjur o.fl.) í hófi. Nota
skal magurt álegg svo sem magran brauðost (11%eða
17% feitan), smurost, kotasælu, magurt kjötálegg (t.d skinka),
fiskiálegg (t.d. síld,
sardínur, lax), egg (í hófi = 2-3 í viku), mögur kæfa
og grænmeti.
Kveðja,
Ingibjörg Gunnarsdóttir,
matvæla- og
næringafræðingur