Of linar hægðir . Ráð .

Er það best að reyna að borða trefja ríkann mat ? , hvað þá frekast ?, og
voru ekki gömul húsráð ,sem reyndust betur en önnur ? , fyrirfram þökk ,

Sæl/ll, og takk fyrir fyrirspurnina,

Nú veit ég ekki hversu lengi þú hefur verið með linar hægðir, og/eða þá niðurgang. Venjulega við niðurgangi þarf að passa sig að drekka vel svo líkaminn þorni ekki upp. Vanalega lagast niðurgangurinn að sjálfu sér. Ef þú ert búinn að vera með linar hægðir/niðurgang í nokkra daga sem hafa ekkert minnkað eða harðnað, þá væri sniðugt að fara til læknis og láta athuga hvað er að valda því.

Þú getur líka lesið þér betur til hér 

Gangi þér vel,

Bylgja Dís Birkisdóttir, hjúkrunarfræðingur.