Of miklar magasýrur .

Hvað gerir maður við of miklum magasýrum. Finn sýrubragð í munni þegar ég vakna á morgnana.

Fer ekki vel með tennurnar. Vantar í mataræðið eða er of af einhverju ?

Fyrir fram þökk.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Einkenni um háa magasýru eru bakflæði, sýrubragð í munni, andremma, hósti/hiksti, hæsi, uppþemba og ógleði. Hér getur hringvöðvinn sem umlykur magaopið er orðinn slappur getur það valdið því að magasýra sullast upp í vélinda og veldur óþægindum. Hægt er að hafa áhrif á þetta ástand án lyfjameðferðar og fellst hún í eftirfarandi. Borðaðu oftar minni máltiðir yfir daginn og borðaðu hægt. Forðastu ákveðnar fæðutegundir eins og piparmyntu, feitan mat, sterkan og brasaðan mat, tómata, lauk, hvítlauk, kaffi, te, kolsýrða drykki, súkkulaði og áfengi. Ekki leggjast útaf strax eftir máltíðir og ekki borða neitt 3 tímum fyrir svefn. Ekki borða stórar máltíðir rétt fyrir erfiða líkamsrækt, göngutúr er í lagi. Sofðu með hærra undir höfðinu og ef einstaklingur er í yfirþyngd er gott ráð að létta sig. Ef þú reykir er gott að hætta því, nicotinið hefur slæm áhrif á hringvöðvann við magaopið. Fólki er einnig ráðlagt að skoða lyfin sem maður er að taka daglega, þau geta haft slæm áfhrif á magann. Fæðutegundir sem rétta af magasýruna eru t.d. bananar, melónur, jógúrt, hafrar og grænt grænmeti.

Ræddu þetta við þinn heimilislækni, sé þetta verulegt vandamál að þá þarf kannski að fara á lyf í einhvern tíma til að koma lagi á þetta. Hægt er að finna frekari upplýsingar hér.

Gangi þér/ykkur vel.

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.