Ofnæmi eða eithvað annað

Góðan dag ég fæ rauða flekki um allan líkamann og klæjar þetta hefst venjulega seinni part dags og er viðvarandi fram eftir morgni og hjaðnar þar til sennipartinn þá kemur þetta aftur veit ekki hvað veldur þetta er afar óþægilegt.

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Einkennin sem þú lýsir getur verið ofnæmissvar og þá er ofnæmisvaldurinn líklega eitthvað sem þú borðar eða kemst í snertingu við fyrripartinn og seinnipartinn. Ef þú finnur ekki út hvað þetta getur verið og getur þannig  forðast ofnæmisvaldinn skaltu ráðfæra þig við lækni

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur