Ofnæmislyf

Góðan dag
Hversu lengi er óhætt að nota ofnæmislyf (ekki lyfseðilskyld) án hlés og er hægt að fá ofnæmi fyrir ofnæmislyfjum?

Góðan dag,

Takk fyrir fyrirspurnina. Ef að dregur ekki úr ofnæmiseinkennum eftir viku notkun á ofnæmislyfjum þá er ráðlegt að hitta lækni.  Ef þú hefur ofnæmi fyrir  einhverju innihaldsefni lyfsins þá skaltu ekki taka það.

Berglind Ómarsdóttir, Hjúkrunarfræðingur