Ofnæmi fyrir sæði?

Spurning:
Hæ, hæ.
Ég var að spá hvort það væri hægt að vera með ofnæmi fyrir brundi, því þegar kærastinn minn lætur allt inní mig þá svíður mig rosa í nokkra daga eftirá og ég bólgna öll upp þarna niðri og það er rosa sárt :/ Hvað getur þetta verið og hvað get ég gert? Með fyrirfram þökk.

Svar:
Ágæti fyrirspyrjandi,

Svarið er já, það er vel þekkt, en orsök þín gæti verið af margvíslegum toga og þarf skoðun læknis til að skera úr um hvort heldur er.

Kveðja
Arnar Hauksson dr med.