Ófrjósemisaðgerð karla?

Spurning:

30 ára – kona

Ég og maðurinn minn höfum ákveðið að hann láti taka sig úr sambandi.  Hins vegar höfum við verið að spá í hvort við getum ekki baktryggt okkur, t.d. ef öll börnin okkar myndu deyja í slysi og við myndum vilja eignast fleiri börn þá yrði það rosalega sorglegt að hafa tekið þann valmöguleika frá.

Upphaflega vorum við að spá í að láta taka sæði úr honum og frysta og geyma í sæðisbanka, en svo sögðu vinahjón okkar að þess þyrfti ekki þar sem í raun væri alltaf hægt að „ná í“ sæði hjá honum þrátt fyrir að hafa látið taka sig úr sambandi.

Er það hægt ?

Svar:

Sæl og blessuð og þakka þér fyrir fyrirspurnina.

Guðmundur Vikar Einarsson þvagfæraskurðlæknir skrifaði ágæta grein um ófrjósemisaðgerðir karla á doktor.is og sendi ég þér link á hana.

https://doktor.is/Article.aspx?greinid=2312

Þarna svarar hann spurningu þinni og leggur áherslu á að þetta sé endanleg getnaðarvörn og að enginn skyldi fara í þessa aðgerð nema að vel ígrunduðu máli.

Það er skynsamlegast fyrir ykkur að panta tíma hjá þvagfæralækni og ræða við hann í rólegheitum um aðgerðina og hvaða kosti þið hafið. Það er gott að vera búinn að skrifa niður þær spurningar sem maður óskar sérstaklega eftir svörum við því annars er hætta á að maður gleymi þeim.

Kær kveðja og gangi ykkur sem best,

Þórgunnur Hjaltadóttir, hjúkrunarfræðingur og ritstjóri doktor.is