Ófrjósemisaðgerð karla – áhættuþættir?

Spurning:
Hvaða áhættuþættir fylgja ófrjósemisaðgerð karla? Getur hann átt við stinningarvandamál að stríða í kjölfarið eða átt erfitt með að fá fullnægingu?

Svar:
Sömu áhættuþættir og fylgja öllum aðgerðum eins og sýkingar, venjulega yfirborðssýkingar,  mar og verkir, sem eru reyndar afar sjaldgæfir. Stinning eða ris er óbreytt eftir aðgerð sem og sáðlátin sjálf (vantar þó sæðisfrumurnar, en það sést ekki með berum augum!) og fullnæging einnig óbreytt. Upplifunin á að vera hin sama eftir sem áður. Það heyrir til algjörra undantekninga að karlar sjái eftir því að hafa farið í slíka aðgerð af einhverjum ástæðum.
 
Bestu kveðjur,
 
Valur Þór Marteinsson