ofsa kvíði

Hvernig losna ég við ofsa kvíða. Hef verið hjá geðlæknum, tekið lyf og nú er é að fara til sálfræðings. Ofsakvíðinn byrjar strax að morgni og er allan daginn. Ekki er ég að hugsa um kvíða hann kemur bara eins og hendi sé veifað. Búin að reyna margt t.d leifa kvíðanum að vera og vonast til að hann hverfi, en ekkert dugar. Fer mikið í göngutúra og finnst ég aðeins betri eftir það ensvo hellist ofsakvíðinn yfir mig aftur. Ég er á lyfjum 6 rivotril á dag en hefur ekkert að segja. Er búin að vera með þennan kvíða í mörg ár. Læknar virðast ekki ráða við þetta Hefur þú ráð fyrir mig?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Ég get því miður ekki ráðlagt þér annað en að tala við lækninn þinn eða sálfræðinginn sem þú ert að hitta. Þessir aðilar eru sérfræðingar í þessum málum og geta ráðlagt þér best.

Gangi þér vel,

Særún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur