Ofsahræðsla við dýr

Spurning

Ég er með eina 6 ára sem þjáist af ofsahræðslu við dýr, þetta byrjaði sem
hræðsla við hunda og nú er þetta farið að ná yfir næstum öll dýr og farið að
hamla hennar lífi mikið.Hún þorir ekki út úr húsi nema með fullorðnum og ekki
innúr bílum nema að hún sé leidd.
Við erum búinn að reyna að fá hana til að segja okkur hvað valdi þessu því

við vitum ekki hvað varð til þess að þetta byrjaði enn hún virðist ekki hafa
nein svör við því. Þegar að hún sér hund þá sér maður óttann lýsa úr augunum
og
hún skelfur inní sér einhvernveginn. Er eitthvað sem að við getum gert til

hjálpa henni ??

Svar

Lýsing þín er nokkuð dæmigerð á fælni (fóbíu) sem er greinilega á nokkuð háu
stigi og er farin að færast yfir á víðara svið en í fyrstu. Með hjálp
sérfræðings er nokkuð auðvelt að vinna bug á fælni og til þess eru nokkrar
leiðir. Algengasta leiðin er sú sem ég lýsi hér á eftir.
Það skiptir ekki öllu máli hvað varð til þess að stúlkan varð svona
ofsahrædd
við hunda (þó eru til sálfræðingar sem væru mér algjörlega ósammála þar)
heldur
er aðalatriðið að hjálpa henni að sigrast á hræðslunni. Með hegðun sinni
hefur
stúlkan lært að eina leiðin til að finna til öryggis við vissar aðstæður sé

koma sér sem lengst frá hættunni og vera í skjóli fullorðinna.
Með því að
veita henni þetta skjól og öryggi (sem eru eðlilegustu viðbrögð í heimi)
koma
hinir fullorðnu í veg fyrir að hún læri að hættan er í raun
ekki fyrir hendi.

Ég ráðlegg þér því að sjá til þess að stúlkan læri að takast á við
aðstæðurnar
sem hún óttast svo mjög. Það má gera smám saman og án mikillar vanlíðunar
fyrir
stúlkuna.
Dæmi: Nú verður að leiða stúlkuna inn úr bílnum. Láttu hana þurfa að taka
eitt
skref út úr bílnum áður en hönd þín fæst og/eða eitt skref inn í húsið. Ef
hún
neitar algjörlega skaltu bara bíða þar til hún gefur sig. Þegar tíminn líður
rénar óttinn og stúlkunni lærist að himinn og jörð farast ekki þótt hún taki
þessa áhættu. Náist þetta skref skaltu hafa þau tvö næst, þá fjögur og svo
framvegis, þar til stúlkan gengur ein og óstudd inn úr bílnum.
Útivist með fullorðnum. Farðu út með stúlkunni eins og áður en prófaðu að
sitja svo sem fastast á sama stað. Stúlkan heldur sig þá væntanlega í
námunda
við þig, hangir jafnvel utan í þér. Það er allt í lagi. En leyfðu henni að
venjast aðstæðum og smám saman fer hún þá að fikra sig lengra frá þér. Ekki
láta það eftir henni að elta hana hvert sem hún fer. Vilji hún fara í rólu
(sértu á leikvelli) geturðu sest spölkorn frá henni og beðið þar til stúlkan
fer sjálf. Sértu með garð getur þú svo farið sífellt skemur frá húsinu
sjálf,
þar til þú ferð bara í dyragættina en dóttirin leikur sér úti. Þá geturðu
farið
að halla hurðinni, svo fært þig yfir í glugga o.s.frv.
Ótti við hunda og dýr. Til að vinna bug á þessum ótta geturðu leikið við
hana
með dýr, farið til vinar sem á páfagauk í búri, rólegan kött eða jafnvel
hund.
Komdu henni í aðstæður þar sem hún finnur fyrir óþægindum en þraukaðu með
henni
þar til óþægindin dvína. Vertu bara viss um að hafa stjórn á aðstæðum þannig

ótti hennar verði aldrei of mikill. Taktu þá eitt skref enn, sama dag eða
síðar, og færðu hana enn nær því sem hún óttast. Aðalatriðið er að stúlkan
upplifi hættuna en fái tíma til að finna hana réna ÁN ÞESS að forðast hana.
Með
því að gera þetta í litlum skrefum, og gefast ekki upp, láta tímann vinna
með
sér, hverfur fælnin.

Gangi þér vel.
Reynir Harðarson
sálfræðingur
S: 562-8565