Ofsjónir – óháð geðveiki

Nokkuð hefur borið á ofsjónum hjá mér að undanförnu sem koma gjarnan á nóttunni eða snemma á morganna. Ég sé kannski einhvers konar líkamsparta oft í púðum og koddum eða dýr, en sýnirnar eru aldrei á hreyfingu. Ég hef ekki verið greindur geðveikur og trúi ekki á skyggnigáfu. Engin sjáanleg blæðing er á heila við gegnumlýsingu og sjónin er fín og blóðþrýstingur. Hvað getur valdið þessu? Gæti þetta verið birtingarmynd skerst sykurþols?
Er stundum stressaður, en ekkert sem heitið getur. Ég er 66 ára og er í kjörþyngd (þó aðeins yfir mörkin).

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Erfitt er að segja hvað geti valdið þessum ofsjónum hjá þér. Ég mæli eindregið með að þú leitir ráða hjá fleiri læknum/sérðfræðingum og e.t.v. augnlæknis.

Gangi þér vel,

með kveðju,

Lára Kristín Jónsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.