Ör eftir hlaupabólu

Fyrirspurn:

Góðan dag.

Mig langar til að spyrjast fyrir útaf 7 ára dóttur minni.

Hún fékk hlaupabólu þegar hún var 3ja og hálfs, mjög slæma bólulega séð, og er enn með mikið af örum eftir hana. Þá eiginlega bara í andlitinu. Ég hélt að þetta væri eitthvað sem ætti eftir að lagast með aldrinum, en það hefur ekki gert það.

Svona upp á framtíðina að gera, hvað get ég gert fyrir hana? Er til eitthvað sem ég get borið á hana til að hjálpa til við að þetta minnki? Eða er þetta eitthvað sem ég þarf að láta græja með einhvers konar húðslípun þegar hún verður eldri??

Kærar þakkir fyrir svar…..

 

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina

Ör eftir hlaupabólu eru því miður komin til að vera og lítið hægt að gera við þeim líkt og með önnur ör.

Oftast dofna þau aðeins með árunum en hverfa sjaldan alveg.

Þú þarft fyrst og fremst að gæta vel að sólarvörn því örvefurinn er viðkvæmari fyrir sólarljósi og verður ekki brúnn.

Sé skaðinn verulegur er alltaf hægt að leita til lýtalæknis en þá ekki fyrr en hún verður eldri.

Með bestu kveðju

Guðrún Gyða