Öryggi pillunnar eftir fæðingu?

Spurning:
Góðan daginn.
Mig langaði að spyrjast fyrir í sambandi við Cerazette pilluna. Málið er að ég eignaðist barn í byrjun janúar, fór til læknis rúmlega 8 vikum eftir fæðingu og fékk ávísað þessarri pillu. Læknirinn sagði (minnir mig) að hún yrði örugg vörn eftir 10 daga inntöku. Síðan gerist það að ég byrja á blæðingum 5 dögum eftir að ég byrja að taka hana, spurningin er hvaða (ef einhver) áhrif hefur þetta á öryggi pillunar og skiptir þetta máli að blæðingar koma svona ",,nní" pillutökuna? Með fyrirfram þakklæti fyrir svör kv

Svar:
Ágæti fyrirspyrjandi.
Þarna hefur láðst að upplysa þig um verkun og virkni pillunnar eða þú gleymt því sem læknirinn sagði þér. Hins vegar er venjulega lítill seðill í pillu-pakkanum með öllum nauðsynlegum upplýsingum.

Cerazette er gestagen-eingöngu-pilla, þ.e. hún er án östrogens og því ber að taka hana alla daga án hvíldar. Það geta komið blóðlita-blæðingarlíkar blæðingar hvenær sem er en oft eru engar blæðingar langtímum saman. Þú átt að taka hana samfellt þrátt fyrir þetta og hún heldur öryggi sínu þrátt fyrir það. Oftast hætta blæðingar fljótlega en ef þær standa lengi og eru hvimleiðar er rétt að ráðfæra sig við lækni en mundu að fá allar upplýsingar ekki bara receptið.

Bestu kveðjur og gangi þér vel,
Arnar Hauksson dr med