Pevaryl á meðgöngu og fósturlát

Spurning:

Góðan dag.

Ég er með tvær spurningar. Í fyrsta lagi hvort það megi nota Pevaryl á meðgöngu, og í öðru lagi hve langur tími líði frá fósturláti þar til þungunarpróf verði neikvætt.

Svar:

Það má nota Pevaryl á meðgöngu svo fremi sem þú þurfir meðferð við sveppum og ónotum af þeim.

Hvað varðar þungunarhormónið, þá fer það eftir meðgöngulengd og hvernig fósturlátið verður hversu hratt það hverfur. Það getur tekið þó nokkuð marga daga að hverfa og oft meira en viku til tíu daga. Það þarf þó alltaf að hafa lækni með í ráðum við svona aðstæður þar sem taka þarf tillit til annarra þátta samhliða.

Bestu kveðjur,
Arnar Hauksson dr. med.