pillan

Hvað á maður að gera ef maður gleymir of oft að taka pilluna?
Og hvaða pilla er best?
Hverjar eru algegnar aukaverkanir að pilluni?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Ef þú gleymir oft að taka pilluna þá virkar hún ekki að fullu eins og hún á að gera. Þannig ef þú ert að stunda reglulega kynlíf eru meiri líkur á að þú verðir ófrísk.

Ef þú vilt vera á virkri getnaðavörn er spurning hvort þú ættir kannski að skipta um getnaðarvörn. Sprautan (Depo-Provera) er mjög góð lausn. Þá færðu sprautu í öxlina á 3 mánaða fresti – þarft ekki að muna neitt og hún er örugg.

Það er ekki hægt að segja um hvaða pilla sé besta pillan, en þær þjóna allar sama tilgangi. Hinsvegar hentar kannski ákveðin tegund manneskju betur en önnur, en það er mismunandi hormónasamsetning í þeim.

Aukaverkanir tengjast aldri konunnar, reykingum og hormónum í þeirri pillu sem notuð er. Getur lesið um það á fylgiseðlinum.

Þú getur lesið meira um pilluna hér  https://doktor.is/grein/holl-rad-um-pilluna    og hér https://doktor.is/grein/getnadarvarnapillur

Gangi þér vel

Með kveðju,

Bylgja Dís Birkisdóttir

Hjúkrunarfræðingur