Pillan

Er í lagi að byrja á pilluni þótt ég sé ekki á blæðingum? Virkar hún samt?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það er alltaf ráðlagt að byrja á henni fyrsta degi blæðinga. Sumir segja að það sleppi til að taka hana á öðrum degi en eftir það er það orðið of seint og betra að byrja að taka hana mánuðinn á eftir.

Gangi þér vel,

Særún Erla Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur