Pillan, milliblæðingar og útferð

Fyrirspurn:

Daginn,

Ég er búin að vera á pillunni núna í næstum mánuð, ekki alveg búin með alltar töflurnar á spjaldinu en samt kemur blóð og brún útferð sem er lyktarlaus. Búið að vera svona í um 10 daga…..brúna útferðin sko og þetta er orðið soldið þreytandi því ég hélt að bæðingin ætti ekki að koma fyrr en mar væri búin með allar pillurnar á spjaldinu.

Og með þessa brúnu útferð, er verið að hreinsa svona voðalega mikið út eða? Ég er í sambandi og hef ekki verið með neinum öðrum en honum svo ekki getur þetta verið kynsjúkdómur.

Pillan heitir yasmine.

Aldur:

28

Kyn:

Kvenmaður

Svar:

Sæl,

Svona útferð og smá milliblæðingar geta komið aðeins til að byrja með, líkaminn er að venjast hormóninu í pillunni en einnig getur þetta verið út af því að þessi pilla hentar þér ekki.  Annars eiga blæðingarnar ekki að hefjast fyrr en allar pillurnar á spjaldinu er búnar – oft 2-3 dögum seinna.  Kláraðu pillurnar og ef þetta heldur áfram skalltu hafa samband við þann lækni sem lét þig hafa pilluna. 

Það er ólíklegt miðað við hvað þú segir að þetta sé kynsjúkdómur en það gæti komið til að það þyrfti samt að útiloka það.

Gangi þér vel,

Kristín Svala Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir