Hæ,
Ég er búin að vera á pilluni (microgynon) í nokkur ár, og er búin að vera með reglulegar blæðingar í pillupásu og nú þegar ég var seinast í pásu þá fór ég ekki á blæðingar en fékk verki eins og ég væri að byrja en ekkert kom, er það eðlilegt?
Ég er nýlega byrjuð að taka til í mataræðinu hjá mér og er að æfa mikið svo er ég búin að vera pínu stressuð seinustu daga, er það kannski að hafa áhrif?
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.
Það er rétt hjá þér að stress og streita getur haft áhrif á tíðahringinn. Ef þú missir aftur úr blæðingar í næstu pásu og ert ekki þunguð, þá ráðlegg ég þér að heyra í kvensjúkdómalækni.
með kveðju,
Lára Kristín Jónsdóttir
Hjúkrunarfræðingur