Prótein í þvagi á meðgöngu?

Spurning:
Hvað er að ef prótein er greint í þvagi hjá óléttum konum ?

Svar:
Prótein er efni úr fæðunni sem fer um blóðið og nýtist m.a. við frumuuppbyggingu. Nýrun sía blóðið, skila úrgangsefnum í þvag en láta efni á borð við prótein og sykur aftur inn í blóðrásina. Séu nýrun undir miklu álagi, eins og t.a.m. við háþrýsting og meðgöngueitrun, ná þau ekki að sinna hlutverki sínu nægilega vel og þá kemur það fram sem próteinleki – þ.e. prótein í þvagi. Á meðgöngu getur smávegis prótein lekið í þvag án þess að nokkuð sé alvarlegt að en ef próteinlekinn verður áberandi er það merki um álag á nýrun og oftast þýðir það meðgöngueitrun sé kona barnshafandi.

Kveðja,

Dagný Zoega, ljósmóðir