Prótein og kviður

Góðan daginn.
Getur þaninn kviður orðið a próteinnotknun?
Ég hætti að vinna í vor og fór að labba næstum á hvedrju degi 3-6 km.
Samt fynnst mér ég bara þyngjast og þyngjast. Morgunmaturinn minn er, Fitline beauty,Activize,optimal,prótein ásamr 1/2 banana og bláberjum. Þetta set ég í vatn og í mixarann. Þetta dugar mér alveg fram að hádegi og jafnvel lengur. Kvöldmaturinn er bara svona venjulegur matur, fiskur, kjötmeti (beint frá býli) sjaldnast tilbúinn matur. Ég viðurkenni að mér finnst ís góður og stundum mjólk og kex. Ég er 180 á hæð og komin yfir í 3 stafa kíló. Það sem angrar mig mest er hvað kviðurinn er stór. Hvað get ég hugsanlega verið gera rangt?
Kveðja

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Það getur vel verið að próteinið sem þú ert að taka inn sé að valda þér óþægindum. Ég myndi ráðleggja þér að skoða betur mataræðið í heild sinni og vera í sambandi við einhvern fagaðila sem getur hjálpað þér með það t.d. næringarráðgjafa eða jafnvel þjálfara á líkamsræktarstöð. Einnig getur verið að þú sért að borða of lítið yfir daginn og þá heldur líkaminn í fituforðann í staðinn fyrir að nota hann sem orku. Svo getur það verið að þú sért að borða eitthvað sem þú þolir ekki og það getur orsakað að kviðurinn verði þaninn.

Gangi þér vel,

Særún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur