prótín í þvagi

Hvað þýðir ef prótein er í þvagi

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Prótein í þvagi er eitt fyrsta merkið um að nýrun seú ekki að starfa eðlilega. Það hafa allir lítið magn af próteini í þvagi en þegar nýrun hafa ekki undan fellur til meira af próteini út í þvagið. Þetta getur stafað af þurrki, erfiðum æfingum, hita eða miklum kulda, en líka af sjúkdómum eins og sykusýki og háþrýstingi. Ráðfærðu þig við lækni, það þarf að vita hver ástæða fyrir hækkuninni sé til að hægt sé að vinna með meðferð.

Gangi þér/ykkur vel.

 

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.