Góðan dag ég er 43 er í lagi að vera 130/80 blóðþrýstingur og púls 90 á kvöldin er að taka lyf við blóðþrýstinginn og Púlsinn og ég er nýbyrjaður í ræktinni,
Sæll og takk fyrir fyrirspurnina
Talað er um að kjörblóðþrýstingur sé 120/80. Eðlilegur blóðþrýstingur miðast við að vera undir 135 í efri mörkum og undir 85 í neðri. Ef blóðþrýstingur fer yfir 140 í efri mörkum og yfir 90 í neðri er farið að tala um háan blóðþrýsting.
Hvíldarpúls hjá heilbrigðum fullorðnum einstaklingi telst eðlilegur á bilinu 40-100 slög á mínútu. Púlsinn getur verið breytilegur og talað er um að hvíldarpúls eigi að vera í kringum 72 slög á mínútu en margt getur spilað þar inní. Það getur haft áhrif hvað þú varst að gera áður en þú mældir þig. Púlsinn hækkar við áreynslu og lækkar við slökun. Svo að púlsinn sé 90 slög á mínútu er innan marka en er í hærri kantinum.
Ef þetta er að valda þér óþægindum ráðlegg ég þér að leita til læknis.
Gangi þér vel,
Guðbjörg Pétursdóttir, hjúkrunarfræðingur.