Ráð við bólgum í vélinda

Fyrirspurn:

Daginn,

Maðurinn minn var að greinast með miklar bólgur í vélinda. Við höfum verið að leita að upplýsingum um hvaða mataræði það er sem hann á að forðast en finnum frekar takamarkaðar upplýsingar. Það sem við vitum nú þegar að hann á að forðast er , kaffi, hvítvín, rauðvín, tóbak, súkkulaði og piparmynta.  Hvað annað?  Hvað með eins og gos, appelsínusafa og fl.?  Er eitthvað mataræði sem að getur hjálpað honum til að vinna á þessu?

Takk fyrir

Svar:

Sæl og takk fyrir fyrirspurn,

Ég geri ráð fyrir að hann sé kominn á þar til gerða lyfjameðferð við vélindabólgunum. Varðandi mataræði þá er rétt það sem þú telur upp það, sem forðast skal í mataræði, en einnig skiptir máli að forðast mikið kryddðan og feitan mat, hafa máltíðir smærri og að borða ekki nokkrum klst. fyrir svefn. Gott getur verið að sofa með aðeins hækkað undir höfði til að forða/minnka bakflæðið.
Ég ætla að láta fylgja hér tengil inná grein um vélindabakflæði sem þið skuluð lesa.

Bestu kveðjur,

Unnur Jónsdóttir,
Hjfr. og ritstjóri Doktor.is