Rauður tómur hringur í skinni

Ég er með hring beint fyrir ofan þar sem rassaskoran byrjar, hann byrjaði smár en fór svo stækkandi með tímanum, ég Hef nuna verið með hann í ca 3-4 manuð, mér er ekki illt í þessu, þetta er ekki upphleypt, mér klæjar ekki, En þegar ég hugsa úti að ég sé með þetta þá byrja ég að finna fyrir honum sem er samt ekki óþægindi eða eitthvað svoleiðis, ég finn bara að hann sé þarna. Eg hef haf grun um að þetta sé hringormur en svo fór ég að skoða hvernig það lýtur út og þetta er engum nálægt því að vera það.. svipað munstur en ekki upphleypt eða einhver einkenni. Hvað gæti þetta verið? Hvað gæti þetta verið?

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Þetta hljóma ekki eins og einkenni hringorms en gætu hugsanlega verið byrjandi einkenni tvíburabróðurs en ég ráðlegg þér eindregið að fara til þíns heimilislæknis sem getur metið hvað er að hrjá þig. Þú getur lesið þig til um tvíburabróður á: https://doktor.is/sjukdomur/tviburabrodir.

Gangi þér vel.

Guðrún Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur.