Reður

Hvað er það sem veldur ef reðurinn er boginn við stinningu hjá manni sem er yfir 70

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Typpi eru alls konar í laginu og sjaldnast alveg bein. Stundum breytist lögunin, þá oftast við hækkaðan aldur en eins er til sjaldgæfur sjúkdómur sem getur valdið þessu.

Ef typpið er það bogið að það valdi sársauka eða komi í veg fyrir kynlíf þá er mikilvægt að leita til læknis.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir