Reykingalykt

Hvað veldur því að ég finn reykingalykt allan daginn þó hvergi sé verið að reykja í kringum mig? Er þetta i nösunum á mér eða er þetta þekkt fyrirbæri i læknisfræðinni?

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Það er erfitt að segja til um hvað veldur, en þó er eitt til sem kallast phantosmia smell. En það er þegar við finnum skyndilega lykt sem enginn annar finnur, eins og td ýldulykt, reykingalykt eða járnlykt.

Ef hægt er að rekja vandamálið þá er það yfirleitt til ennis og kinnholuvandamála, svo ef þetta er viðvarandi og veldur þér óþægindum þá skaltu leita læknis.

Gangi þér vel

Lára Kristín Jónsdóttir