rispur í húð

Góðan dag,

mig langaði að athugahvort að doktorinn gæti mögulega svarað fyrirspurn sem er af óhefðbundari taginu. Þannig er að ég hef frá því ég var unglingur fengið djúpar rispur um líkamann, stundum nánast eins og skurði. Ég er ekki með neglur og vakna oftast með þetta. Hef engar skýringar á þessu nema þær sem ég hef fengið frá Sálarrannsóknarfélaginu þess efnis að það sé mögulega einhver andi að reyna að ná sambandi við mig. Nú langar mig að kanna hvort að þetta gæti mögulega verið einkenni á einhverjum húðsjúkdómi eða eitthvað svoleiðis.

Bestu kveðjur og fyrirfram þakkir

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Ég ráðlegg þér að heyra í heimilislækninum þínum og fá skoðun og mat á því hvað hér getur verið á ferðinni og hvort ástæða sé til að vísa þér áfram til sérfræðings.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur