Ristill

Maðurinn minn greindist her a Kanarí með ristil. Hann fekk ávísað aciclovir stada genéricos 800 mg og nolotil 575 mg. Hann er með eitt nýra og áhyggjur mínar eru hvort hann þoli þessi lyf?

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina.

Ég gef mér að þið hafið gefið lækninum sem ávísaði lyfinu þær upplýsingar að maðurinn þinn væri aðeins með eitt nýra.  Undir þeim kringumstæðum þarf alltaf að fara varlega og vera vel vakandi fyrir nýrnastarfseminni.

Samkvæmt fylgiseðlinum með þessu lyfi getur það haft áhrif á nýru og nýrnastarfsemi.  Ef nýra mannsins þíns er heilbrigt og hann almennt hraustur, ætti hann að geta þolað þetta lyf en ég myndi ráðleggja ykkur að vera vel vakandi fyrir

  • litlum eða engum þvaglátum
  • sársauka við þvaglát
  • bólgu eða bjúg á fótleggjum eða ökklum
  • þreytu eða mæði

Ef einhver þessara einkenna koma fram ættuð þið að leita stax til læknis og hætta töku lyfsins umsvifalaust.

Gangi ykkur vel,

Sigríður Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur