Ritalin á meðgöngu?

Spurning:
Annað sem ég gleymdi að spyrja um í fyrri sendingunni. Ég hef þurft að taka Ritalin samkv. læknisráði, hvaða áhrif hefur það á fóstrið? Ætti ég að hætta að taka það inn eða getur það kannski verið varasamt?

Svar:
Ekki er vitað hvort Ritalin hefur áhrif á fóstur, en ekki eru þó neinar sérstakar ástæður til að ætla að það hafi óæskileg áhrif. Þú ættir því að ráðfæra þig við lækninn hvort þú eigir að halda áfram að taka lyfið á meðgöngu.Finnbogi Rútur Hálfdanarson

lyfjafræðingur