sambland lyfja

Sæl/Sæll.
Langaði til að forvitnast um það hvort að það sé í lagi að taka Melissa Dream þegar verið er að taka lyfið Sertral.

Með fyrirfram þökk

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Melissa Dream á að vera náttúrleg vara unnin úr jurtum og vítamínum og þannig ólíklegt að það hafi áhrif á lyfjatöku.

Í fylgiseðlinum með Sertral er varað við töku á náttúrulyfinu Jóhannesarjurt (Hypericum perforatum) en ég get ekki séð á innihaldslýsingu með Melissa Dream að þá jurt sé þar að finna.

Ef þú ert í vafa skaltu endilega ráðfæra þig við þinn lækni.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur