sár á geirvörtum

Oft þegar ég er að hlaupa fæ ég sár, svöðusár á geirvörturnar og ég hef sett krem á þær eftir hlaup. Samt koma þessi sár aftur og aftur. Þau koma líka þó ég setji svona teyp á geirvörturnar. Spurning mín er, er hægt að fá grisju sem heldur betur við en teypið?

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Þetta er algengt og hvimleitt vandamál hjá hlaupurum. Ég get ráðlagt þér að prufa silkiplástur,  en hann er með hállri áferð en aðrir plástrar og á því að vera betri.

Eins hefur það reynst mörgum vel að vera í þröngum teygjubolum innanundir, en þeir fást í mörgum íþróttaverslunum frá merkjum eins og Under Armour og Nike.

með kveðju,

Lára Kristín Jónsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.