Sæl/l
Langaði að forvitnast með hvort að sár upp í gómnum eða munnangur geti leitt til þess að maður fái hausverk og manni liði eins og maður sé veikur?
Þar sem ég nota gervitennur í efra gómnum þá er búið að myndast þar sár eftir gervigóminn og það er orðið þannig að mér er búið að líða eins og ég sé veikur núna í 5 daga og í gær ákvað ég að hvíla mig á gervigómnum svo það er ekki að fara í sárið og það geti gróið.
Takk fyrir ef þið eigið svör við þessu.
Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.
Þú segist vera með sár í gómnum og ef það er sýkt getur sýkingin valdið einkennum eins og höfuðverk,hita og einkennum sem fylgja almennt flensum. Það getur orðið alvarlegt ef sýking berst út í blóðið og því er mjög mikilvægt að meðhöndla slíkar sýkingar. Ég ráðlegg þér eindregið til að fara til tannlæknis eða heimilislæknis sem getur metið hvort þú þurfir meðhöndlun með sýklalyfjum.
Eins getur með tímanum orðið breytingar á gómnum og gervitennur hætta að passa vel upp í góminn, sem veldur alls kyns álagseinkennum og sárum. Því þarftu að fara til tannlæknis sem skoðar hvort gervitennurnarnar passi enn.
Gangi þér vel
Guðrún Ólafsdóttir
Hjúkrunarfræðingur