Sár verkur í báðum upphandleggjum.

Er ítrekað að fá mjög sára verki í upphandleggina eða einskonar vöðvaverki og velti því fyrir mér hvað valdi þessu. Þetta er farið að gerast ansi oft og varið í ca klst. eða lengur stundum líður dagur á milli núna án verkja en svo koma þeir aftur eru mis sárir en mjög oft alveg svakalegir.
Kveðja, K

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Það er ómögulegt að geta sér til um hvað  getur verið að valda þér þessarri vanlíðan, svo ótalmargt getur komið til greina. Ég hvet þig til þess að ræða við heilsugæslulækni og fá aðstoð við að meta hvað getur valdið þessu

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur