Sársauki í leggöngum við samfarir

Spurning:

Kæri Arnar!

Ég verð að fá svar við þessari spurningu.
Ég er nýbúin á blæðingum og hef því ekki gert það nema 3 sinnum á þessu ári. Í öll skiptin fann ég alveg ofboðslega til þegar maðurinn minn setti hann inn í mig og var sársaukinn allan tíman á meðan við gerðum það, það er eins og þetta sé bara fremst í leggöngunum. Svo þegar ég fór að pissa á eftir þá sveið mig alveg rosalega en það virtist ekki vera nein blæðing. Við erum engir viðvaningar í kynlífinu þannig að það er ekki hægt að kenna því um þetta. Hvað heldur þú að þetta geti verið? Þetta er alveg hræðilega sárt og í fyrsta skipti sem ég finn svona til. Mig hefur í mesta lagi sviðið þarna. Mig langar gjarnan að fá að vita hvað þetta getur verið því ef þetta er eitthvað hættulegt þá vil ég að sjálfsögðu laga þetta áður en illa fer.

Með von um að fá svar sem fyrst.
Takk fyrir.

Svar:

Komdu sæl og blessuð.

Þetta gefur ekki nema tvo eða þrjá möguleika en það verður að skoða þig til þess að greina á milli. Enginn af þessum möguleikum er hættulegur en það er sitthvor meðferðin eftir orsökum svo þú þarft læknisskoðun.

Þangað til myndi ég bara bera á mig rakakrem eða AD krem.

Gangi þér vel.
Arnar Hauksson, kvensjúkdómalæknir