Sæl.
Við hjónin erum komin yfir sjötugt. Og höfum notið kynlífs saman í áratuga skeið. En nú ber svo við að eg finn fyrir sviða í legöngum þegar við erum að hafa samfarrir ? Hvað er til ráða?
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina
Mikið er gott að heyra að þið séuð að njóta kynlífs en um leið afleitt að það valdi þér óþægindum. Hormónabreytingar sem eiga sér stað við breytingaskeið kvenna geta meðal annars valdið þurrki í slímhúð legganga og það gæti líklega útskýrt þessa líðan.
Til eru ótal krem og gel í lausasölu í apótekum sem eiga að koma að gagni svo nú er bara að prufa sig áfram og reyna að finna eitthvað sem virkar.
Að öðrum kosti gæti verið ráðlegt að leyta ráða hjá kvensjúkdómalækni, einkum ef þér finnst þetta ekki gagnast eða ert rög við að biðja um aðstoð í apótekinu.
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur