Seroxat á meðgöngu?

Spurning:
Hæ. Ég var að velta því fyrir mér hvort það megi taka Seroxat á meðgöngu. Ég spurði geðlækni hvort það væri í lagi og hann sagði að það væri í lagi og ég þyrfti engar áhyggjur að hafa. En svo hef ég séð hér að það sé ekki ráðlagt. Nú hef ég miklar áhyggjur af þessu, því ég hef mikla þörf fyrir að vera á þessu lyfi næstu árin vegna ofsakvíða.

Svar:
Lítil reynsla er af notkun Seroxats á meðgöngu. Því er almennt ráðlagt að nota það ekki á meðgöngu, en það er ekki af því að dæmi séu um að það hafi valdið fósturskaða. Þetta er atriði sem þú ættir að ræða við geðlækninn. Hann hefur vafalaust mikla reynslu af notkun lyfsins, aðgang að góðum upplýsingum um það og menntun og þekkingu til að meta áhættuna.

Finnbogi Rútur Hálfdanarson lyfjafræðingur