SIBO small intestine bacterial overgrowth

Góðan dag sonur minn er með sibo og hefur haft í nokkur ár. Mér hefur verið sagt að það sé einn læknir sem getur hjálpað sjúklingum með þennan sjúkdóm. Mig vantar nafn á læknir sem getur hjálpað okkur.
bestu kveðjur

Sæl og þakka þér fyrir fyrirspurnina.

Ég geri ráð fyrir að meltingarsérfræðingur væri sá sem þú þyrftir að ræða við og ef hann væri ekki sá sem þú leitar af, ætti hann að geta vísað þér í rétta átt.

Besta kveðja

Sigríður Ólafsdóttir

hjúkrunarfræðingur