Sinafestukölkun

Daginn er eitthvað hægt að gera við sinafestukölkun i lærlegg ,mjöðmum,er mjög verkjuð

 

Kalksöfnun umhverfis liði fylgir oftast slitgigt. Eftir miðjan aldur eru mjög margir komnir með kalksöfnun og breytinar á liðum og eftir  sjötugt sýna röntgenmyndir breytingar hjá nær öllum í þeim hópi. Margir eru þó alveg einkennalausir framan af en við verkjum getur meðferð falist í hvíld og minnka álag sem t.d. með að létta sig og  sjúkraþjálfun sem miðar að því að strykja vöðva kringum liðina og leiðrétta ranga líkamsstöðu og líkamsbeitingu.  Fyrstu verkjalyf eru paracetamol og bólgueyðandi lyf eins og Voltaren eða ibufen.  Bólgueyðandi krem, Voltaren krem,geta verið ágæt á staðbundna verki. Ef verkir ágerast eða eru viðvarandi eru önnur lyf notuð sem læknir skrifar út sem eru bólgueyðandi og eða sterkari verkjalyf og jafnvel sterasprautur sem virka oft vel .  Margir hafa haft gagn af glucosamin sulfat eða chondroitin sulfat sem eru t.d. í Liðamín og öðrum liðstyrkjandi fæðubótarefnum.  Sund og sundleikfimi eru mjög góðar styrktaræfingar fyrir þá sem þjást af liðverkjum.

Ég ráðlegg þér  að leita til þíns læknis sem hjálpar þér að finna út hvað af þessu er best fyrir þig.

Gangi þér vel.

Guðrún Ólafsdóttir,

hjúkrunarfræðingur