Sinaslíðurbólga í nára?

Spurning

Sæl.

Getur sinaslíðursbólga verið í nára og nærliggjandi svæðum vegna álags í íþróttum.

Takk fyrir góð svör.

Svar:

Sæll.

Ekki er talað um Sinaslíðursbólgu í nára en mjög algengt er að bólgur komi í vöðvafestur á því svæði. Þetta er ekki síst algengt hjá íþróttafólki og skapast oft vegna ofálags . Ef einkenni hafa verið þrálát ráðlegg ég hins vegar viðkomandi að leita læknis til að fá nákvæma greiningu.

Með kveðju,
Ásta V. Guðmundsdóttir, sjúkraþjálfari