sjukdomur

hvað er progressive supranuclear optalmplegia. og hvAÐ ER TIL RAÐA

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina.

Progressive supranuclear ophthalmoplegia eða PSP er ólæknandi taugahrörnunarsjúkdómur sem ræðst á heilafrumur í mið- og framheila. Sjúkdómurinn hefur áhrif á hreyfingu, jafnvægi, augnhreyfingar, minni og atferli. Helstu einkenni eru jafnvægisleysi, stirðleiki, þreyta, persónuleikabreytingar, verkir, talörðugleikar, kyngingarörðugleikar, minnisleysi og áhrif á sjón s.s. ljósfælni, sjónskerðing, augnþurrkur og hreyfing augna verður takmörkuð. Þar sem sjúkdómurinn er ólæknandi snýst meðferðin aðallega að því að halda einkennum niðri, það er gert með lyfjum, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og talþjálfun.

Oddný Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur