Sæl, er með skemmda taug niður í vinstri fót (hefur verið staðfest af lækni)
Er eitthvað sem þið getið bent mér á að gera er búin að vera í sjúkraþjálfun sem ekki hefur lagað þetta. Finn til alla daga undir ilinni alltaf !
Kv K
Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina
Ef taugin er skemmd varanlega snýst meðferð um að draga um einkennum en ef von er til þess að skaðinn gangi til baka er það tíminn og þolinmæðin sem mestu skiptir.
Ráðfærðu þig endilega við þína meðferðaraðila, þeir þekkja best hvað um ræðir og hverju þú megir búast við
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur