Skjaldkirtlsvandamál

Fyrirspurn:


Hæ!

Ég hef verið svakalega slappur undarfarna 3 mánuði.

Ætla að reyna að lýsa þessu.

Ég hef tekið eftir því að fæturnir á mér eru frekar aumir (þ.e.a.s vöðvarnir) og finn ég oft fyrir svona hitatilfiningu í þeim á daginn, einnig ég hef verið að finna fyrir mikið af kippum og höndum og öllum líkama.
Oft þegar ég vakna þá finnst ég mér vera svakalega slappur á morgnanna (bæði hausverk og illt í hálsinum), en það fer mjög fljótlega þegar ég stend upp og fer í sturtu, en yfir daginn finn ég stundum fyrir svona tilfinningu eins og ég gæti verið með hita.
Það skrítna er að ég þegar ég mæli mig (með munnmæli) þá mælist ég ekki nema með 36.1-37.4, einnig er ég stanslaust með óþægindi í hálsinum.

Heimilislæknirinn minn sendi mig í blóðprufu fyrir um 3 mánuðum og sást einhver óregla í TSH hormónum, hann sagði mér aldrei nákvæmri lýsingu.

Á meðan öllu þessu hefur staðið hef ég verið undir gífurlegu stressi og kvíða, sem ég hef alltaf haldið að sé að valda þessu.

En ég spyr eru vandamál með skjaldkirtil algeng hjá 23 ára karlmönnum? Ég hef alltaf verið frekar heilbrigður og er þetta farið að hræða mig mikið.

Aldur:
23

Kyn:
Karlmaður

Svar:

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina,

Skjaldkirtilsvandamál geta komið upp hjá báðum kynjum en er trúlega algengara vandamál hjá konum. Það fer einnig eftir því hvers konar vandamál/sjúkdómur er á ferðinni hvernig dreifing er milli kynja.
Læt fylgja hér tengil inná almenna umfjöllun um skjaldkirtilinn þér til upplýsinga og þar er m.a. fjallað um van- og ofstarfsemi skjaldkirtils.
Ég vil hvetja þig að fara aftur til þíns heimilislæknis og fá endurmat á þínu ástandi og vertu duglegur að spyrja.

Með bestu kveðju og gangi þér vel,

Unnur Jónsdóttir,
Hjfr. og ritstjóri Doktor.is