Skrítin brúnka eftir sólarlandaferð

Var á Spáni nú er eins og litur ùt fyrir að liturinn eftir sólina sé að fara af mèr. Èg er með brúna skán á milli fingra og flekkótt á fótleggjum. Er það eðlilegt?

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Það er eðlilegt að liturinn byrji að fara af eftir svona viku- 10 daga og minnki svo meira eftir því sem líður á. Að það verði svona brúnir flekkir eða skán getur alveg verið eðlilegt já, það gæti verið að þú sért með þurra húð. Ég mæli með að þú berir reglulega gott rakakrem á húðina og sjáir hvort húðin jafni sig ekki.

Ef þú hefur einhverjar áhyggjur og finnst húðin ekki vera eins og hún á að vera mæli ég með að þú farir til læknis.

Gangi þér vel,

Sigrún Eva Sigurjónsdóttir