Skyndilegur verkur i fæti

Halo eg fæ stundum skyndilegan og heiftarlegan verk framan á læri frá rétt neðan við nára og niður að hné. Svona eins verið sé að snúa teini innan í fætinum. Hef samt enga vöðvaverki i lærinu að öðru leiti. Hef fengið þetta svona einu sinni til tvisvar yfir sólarhringinn ekki samt alveg hvern dag. Svona 20 dagar held ég síðan ég fékk þetta first. Fyrirfram Takk takk

Sæll/l og takk fyrir fyrirspurnina

Þú skalt endilega fá skoðun og mat hjá lækni með það hvað hér getur verið á ferðinni. Það er illmögulegt að giska á það án þess að hafa betri upplýsingar og framkvæma skoðun.

Gangi þér vel,

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur