Slímhúð, þurr ristill, þurr munnur og kok

Er ad kljást við mikinn munn-og kokþurrk.
Einnig þurr og latur ristill
Mjög mikil hægðatregða
Lítil blóðkorn
mikill járnskortur gildið 3.
Blóðlækkun úr 135 í 100.
gerðist á ca 6-8mánuðum
Púls i hvíld yfir 100 !
Mikill slappleiki jafnvægisleysi
Astmi hefur versnað MJÖG
Mikil mæði
Nota Spiriva og Symbicort púst
Sýking í húð, grær hægt.
Er með:
Slitgigt, vefjagigt, psoriasis, astma, sykursýki2, kæfisvefn, síþreytu, taugakippi í höndum (starfræna bilun) , tinnus
og fleira.

Hafið þið eh hugmynd um orsök og hvernig hægt er ad hjálpa mér ?

Kær kveðja

rvk

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Þetta eru mjög fjölþætt vandamál og margir sjúkdómar sem þú ert að glíma við. Í fljótu bragði er erfitt að sjá einhverja eina sameiginlega orsök fyrir þínum vandamálum og eru þau eflaust af mismunandi meiði þó sum séu samtvinnuð eins og slappleiki,hraður púls,hægðatregða og latur ristill tengjast saman.  Ofþyngd fylgja mæði,versnandi astmi,sykursýki,kæfisvefn og síþreyta. Sykursýkinni fylgir svo þreyta,hægari sárgræðsla og geta fylgt taugaeinkenni. En nú veit ég ekki hvort þú ert að glíma við ofþyngd.

Geri ráð fyrir að þú sért undir handleiðslu læknis eða lækna og hvet ég þig til að fá góðan tíma hjá honum til að fara yfir þín mál og fá útskýringar.  Svo er alltaf hægt að leita til annars læknis ef þú ert ekki sátt/ur við þinn lækni.

Gangi þér vel

Guðrún Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur.