Fyrirspurn:
Hvað er best að gera við slitgigt annað en að taka verkjalyf?
Aldur:
56
Kyn:
Kvenmaður
Svar:
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,
Það er til ýmis ráð við slitgigt önnur er verkjalyf þó svo að einstaklingar þurfi oft á þeim að halda (parasetamól eða bólgueyðandi verkjalyf).
Ég ætla að láta hér fylgja grein um slitgigt almennt, en síðan getur þú lesið þig enn frekar til ef þú notar leitina á Doktor.is og orðið "slitgigt"
Í stuttu máli þá er mjög mikilvægt að stunda reglulega líkamsþjálfun og huga að huga að líkamsþyngd ef það á við. Ýmis hjálpartæki svo og sjúkra- og iðjuþjálfun getur komið að góðum notum.
Með bestu kveðju og gagni þér vel,
Unnur Jónsdóttir,
Hjfr. og ritstjóri Doktor.is