slitin þind

eru ráð, er með slitna eða rifna þind.

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Talað er um þindarslit þegar rof eða gat er á vöðvanum sem skilur á milli kviðarhols og brjósthols. Það er algengast að það finnist  þar sem vélindað gengur í gegnum brjóstholið og tengist maganum fyrir neðan þind. Oft er gatið lítið og veldur engum einkennum en stundum myndast aðstæður sem  verða til þess að hluti magans ýtist upp sem aftur veldur einkennum sambærilegum vélindabakflæðis. Þetta gerist einkum ef þrýstingur í kviðarholi eykst eins og þegar fólk þyngist eða hjá þunguðum konum.

Við þessu er notast  við sömu ráð og eru notuð við að halda niðri einkennum vélindabakflæðis. Það er þá breytingar á mataræði (t.d. draga úr kaffi, áfengi, orkudrykkjum og reyktum og bragðsterkum mat), þyngdarstjórnun, reykleysi og magasýruhemjandi lyf.

Ef um mjög stórt þindarslit er að ræða eða erfitt viðureignar er hægt að beita skurðaðagerð en það er sjaldnast fyrsti kostur og ekki gert fyrr en búið er að reyna einkennameðferð.

Ráðfærðu þig við lækni varðandi hentuga meðferð fyrir þig

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur