Sogæðabjúgur

Ég fór til læknis í gær því ég er með svo mikinn bjúg á vinsti fæti og læknirinn sagði að þetta væri sogæðabjúgur hvað er hægt að geta við svoleiðis

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Meðferð við sogæðabjúg er margþætt og samanstendur af fræðslu, æfingum, sogæðanuddi og þrýstingsmeðferð. Í einstaka tilfellum er skurðaðgerð þar sem fjarlægður er yfirvöxtur af örvef en þetta er afar sjaldgjæf meðferð og einnig afar umdeild. Ráðlegg þér að skoða hvort þú komist í sogæðanudd eða sjúkraþjálfun en einnig er að finna mjög góðar upplýsingar/æfingar á veraldarvefnum. Læt líka fylgja með netslóð þar sem finna má ítarlegar upplýsingar um sogæðabjúg.

https://laekning.is/content/sogaedabjugur.pdf

https://www.hirsla.lsh.is/bitstream/handle/2336/15593/S2006-01-33-G2.pdf?sequence=1&isAllowed=y

 

Gangi þér/ykkur vel.

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.