SÖKK

Ég er með niðurstöður af blóðprufum sem voru teknar hjá mér.

mig langar tl að vita hvernig sökkið er skammstafað á þessu blaði sem er
merkt Blóðmeinafræði.Það eru svo margar skammstafanir að maður veit ekki hver er hvurs og hvurs er hvað. Væri ekki hægt að skýra þessar skammstafanir á íslensku. Ég tek sem dæmi : MCV,MCH,MCHC,RDW,MPV,NRBC,HbALC,B 12, ASAT, og GAMMA GT, svo eitthvað sé nefnt.

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.

Ástæðan fyrir skammstöfun á þessum heitum er til að hafa þau alþjóðleg eins og margt annað í læknisfræðinni og vísindaheiminum svo auðvelt sé að vinna með gögn landa og/eða heimshorna á milli.

Mikilvægast er að ráðfæra sig við lækni þegar niðurstöður eru skoðaðar.

Því eins og sést, þá segja íslensku heitin lítið.

MCV: meðal stærð rauðra blóðkorna

MCH: meðalhemóglóbín í rauðu blóðkorni

MCHC: meðalhemóglóbínþéttni rauðra blóðkorna

RDW: mismunandi stærð rauðra blókorna

MPV:meðal stærð blóðflaga

NRBC: deilitalning hvítra blóðkorna

HbALC:  langtímasýkur

B 12: b12 vítamín

ASAT og  GAMMA eru niðurstöður lifrarprófa,  svo eitthvað sé nefnt.

með kveðju,

Lára Kristín Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur.